Blogg segiði

Það vill greinilega enginn tjá sig um kynfræðslu þannig að það er eins gott að blogga bara um eitthvað annað.

 

Sit hérna afvelta eftir fermingarveislu, náði nú að halda aftur af mér í átinu en drakk því meira kaffi. Það gutlar í mér núna. Ég er að reyna að læra en það gengur svona upp og ofan, er ekki alveg í stuði fyrir þetta, en maður verður nú að klára þetta svo það sé hægt að læra undir próf. Úff hvað ég verð fegin að klára þetta nám, ég hlakka til þess að koma heim af vakt og þurfa ekki að setjast niður til að skrifa ritgerðir eða lesa misþungar hjúkrunarbækur. Ég er líka gríðarlega fegin að hafa ekki sótt um áframhaldandi nám næsta haust, þó svo líkurnar hafi verið litlar á því að komast inn þá hefði það getað gerst og ég held ég myndi fara yfirum ef ég þyrfti að skrifa fleiri verkefni næsta árið.

Svo er bara að sjá hvort það verður samið almennilega fyrir mína hönd í samningum í vor. Eins gott því ég verð að geta borgað útskriftarferðina, hún hefur hækkað ansi mikið og ekki búið að ganga frá öllum greiðslumCrying Hvað segiði, vantar ykkur ekki að kaupa skeinipappír og kaffi??

 

Ég hef nú svosem ekkert gáfulegt að segja, frekar en fyrri daginn. Er að jafna mig á því að deildin færði fram rannsóknardaginn þar sem kynning verður á lokaverkefnum sem þýðir það að skilum er flýtt um minnst viku. Ég skil ekki hvernig er hægt að gera svona og það án þess að láta nemendur vita. Við fengum póst í þarsíðustu viku þar sem nefnt var í framhjáhlaupi að þessi dagur væri 16. maí en ekki 23. eins og við bjuggumst við. Svo er bara sagt að þetta sé vegna þess að háskólinn flýtti útskrift. En halló, það var gert í haust, þið hafið haft marga mánuði til að segja okkur frá þessu!!! Ég og samskrifari minn (nýja orðið mitt) sluppum ágætlega þar sem við erum að klára verknám núna en sumir eru í verknámi fram að prófum og gerðu ráð fyrir þessari viku í skipulagningu vinnu sinnar. Ok, ok, ég er greinilega enn pirruð, bara ekki eins hoppandi reið og um daginnAngry

 

Jæja, ég er hætt þessu kjaftæði. Best að halda áfram að læra (ja eða þykjast læraBlush)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíana

ég er að skrifa um reykingar á meðgöngu. Erum að skoða fræðslu, reykleysismeðferðir, hvað hefur áhrif á reykbindindi og slíkt. Er semsagt að klára B.Sc. í hjúkrun.

Júlíana , 26.3.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Dugleg stelpa. Það eina sem ég sé eftir í lífinu er að hafa ekki menntað mig. Þú ferð létt með þetta, er viss um það.

Takk fyrir bloggvinaboð

Jóna Á. Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband