Takk fyrir allt

Paul Newman er látinn. Það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar þeir hugsa um þennan mikla leikara eru einmitt afrek hans í kvikmyndum og jú, örbylgjupopp. En það var einmitt þetta örbylgjupopp og önnur matvara frá fyrirtæki hans sem hjálpaði til að skapa mína mynd af Paul Newman.

 

Árið 1994 var ég sú fyrsta á Íslandi, ásamt annarri stúlku, til að fara í sumarbúðir sem Paul Newman stofnaði fyrir langveik börn. Þarna var ég 12 ára gömul og hafði lokið krabbameinsmeðferð sem hófst þegar ég var 7 ára. Búðirnar sem við fórum í voru í Connecticut og hétu The Hole in the Wall Gang camp. Þessar búðir voru þær fyrstu sem Paul stofnaði og hefur þeim fjölgað mjög síðan þá. Síðan þetta var hefur fjöldi íslenskra barna sótt þessar stórskemmtilegu sumarbúðir, nú síðustu ár í Barretstown í Írlandi.

Sumarbúðirnar eru mjög sérstakar, einmitt þar sem þær eru fyrir langveik börn. Þarna skemmta börnin sér með öðrum sem hafa gengið í gegnum svipaða hluti og kynnast börnum frá öðrum löndum. Ég man eftir krökkum frá Rússlandi og Grikklandi, sem og auðvitað Bandaríkjunum. Þetta var ógleymanlegur tími. Það átta sig kannski ekki allir á því hversu mikilvægt og gott er að hitta fólk sem hefur gengið í gegnu svipaða hluti og þú sjálfur en þó ekki sé endalaust rætt um reynsluna þá er það allt annað að vera í kringum fólk sem skilur mann. 

 

En þessar búðir er ekki eina góðgerðarstarfsemi Pauls Newman, hann var einnig þekktur fyrir að styrkja hin ýmsu góðgerðarsamtök í heiminum, flest tengd börnum. Sú starfsemi sem hann hefur byggt upp lifir áfram og heldur minningu hans á lofti. 

 

Ég vel yfirleitt alltaf vörur Paul Newman fram yfir aðrar. Ég veit að með því er ég að styrkja hans starfsemi. Svo framleiðir hann líka besta límonaði í heimiSmile

Hér er hægt að skoða síðu sumarbúðanna sem ég fór í:

http://www.holeinthewallgang.org/

Hér eru búðirnar sem íslensk börn heimsækja nú í Írlandi

http://www.barretstown.org/

og hér er síða allra Hole in the Wall Camps

http://www.holeinthewallcamps.org/


mbl.is Paul Newman látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband