4.3.2008 | 13:39
Fylgist spennt með
búin að poppa. Sit fyrir framan tölvuna og horfi á skjálftakort Veðurstofunnar. 50% líkur hvað?? Í bloggheimum og á spjallþráðum er fólk 95% visst á því að það fari að gjósa og helst í gær
Annars kemur jarðfræðinördinn upp í mér á svona stundum, ég leita uppi fréttir af Upptyppingum og ég get ekki sleppt því að fylgjast með þó ég eigi að vera að skrifa lokaritgerð. Ég er algjörlega komin yfir hræðsluna við eldfjöll sem varð til þess að ég grenjaði heilt kvöld í útilegu undir Heklu, 5 ára gömul. Hekla mátti nefnilega ekki gjósa á mig Núna segi ég henni að gjósa þegar ég er nógu nálægt til að sjá það.
jæja, búin að koma upp um geðveiki mína fyrir framan alþjóð. Já ég viðurkenni það, ég er jarðfræðinörd
Helmingslíkur á eldgosi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.