Grey staurinn

en hvað er málið með að negla niður í snjó og hálku? Ef þú gleymir að þú ætlir að beygja þá bara heldurðu áfram og snýrð svo við.

 

Ég lenti í því að keyra aftan á um daginn, einmitt í mikilli snjókomu og hálku. Bíllinn sem var á undan mér negldi niður á gulu beygjuljósi. Hann var kominn ansi nálægt línunni og það kemur gult. Í staðinn fyrir að halda bara áfram því hann myndi ekki ná að stoppa þá tekur hann þessa furðulegu ákvörðun. Ég negli auðvitað líka niður, næ ekki að stýra frá og lendi aftan á. Hann fer langt fram yfir línuna og er ekki einu sinni stopp þegar ég lendi á honum. 

 

Ok Ok, ég hefði átt að passa mig betur, en mér datt ekki í hug að maðurinn ætlaði að stoppa þarna. 


mbl.is Staurinn lá óvígur eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Já þú hefðir átt að passa þig betur. Þú átt alltaf að hafa nóg bil í næsta bíl til að stöðva í tæka tíð, líka ef eitthvað óvænt hendir þann sem er á undan. Þú átt sökina en ekki sá sem á undan fór sama hvað þú reynir að fría sjálfa þig og kenna honum um.

corvus corax, 26.2.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Júlíana

já, stöðva í tæka tíð segirðu. Það getur verið erfitt að meta fjarlægð þegar maður sér varla næsta bíl.

Júlíana , 26.2.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband