Júrófríkið í essinu sínu

Ég viðurkenni það fúslega, ég er Eurovision-nörd og hef verið síðan ég var barn. Ég var mikið heima sem barn vegna veikinda og þá bjargaði eurovision málunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef horft á keppnirnar frá þessum tíma (geðheilsa fjölskyldunnar hefur ekki borið þess bætur síðan). Síðan þá hef ég alltaf horft á keppnina nema eitt árið, þá var hlustað  í útvarpinu á leið í sveitina.

Í ár var ég rosalega ánægð með flutning Eurobandsins, en samt sem áður var ég orðin sannfærð um það undir það síðasta að við kæmumst ekki áfram, svartsýnin tók völdin. Þegar umslag númer fjögur var opnað stökk ég hæð mína í loft upp (er nú sem betur fer ekkert rosalega stór) og öskraði. Það verður sko frábært júrópartý hjá Halli bróður í kvöld!!! Var því miður búin að ákveða að sleppa því að halda partý sjálf því ég fer til Mexíkó eftir helgi. En það verður bara bætt upp á næsta ári, verð bara á staðnum þegar keppnin kemur hingaðWink

 

En að öðru, eru bloggsíður ekki til að monta sig á???  Má ég þá monta mig smá?? Bara pínu?!?!

 

ok ok, hér kemur montið!! Við fengum 9,5 fyrir BS ritgerðina!!!!!!LoL 9,5!! vá, ég var sko ánægð með ritgerðina en bjóst nú samt ekki alveg við svona einkunn. 

 

held að það sé ágætt að enda bloggið á þessu, já og ÁFRAM ÍSLAND!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, auðvita áttu að monta þig hérna, til hamingju með ritgerðina !

Veit ekki hvort þú kíkir á þetta í Mexikó en ég vona að þú hafir það gott þar og drekkir allavega 1 Mojito fyrir mig!

Þú misstir reyndar af svakalegum jarðskjálfta hérna í gær....ég var stödd á efri hæðinni í IKEA með ömmu og Hrefnu Rós í boltalandinu......það var ekki gaman.

Björg (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband