Kynfræðsla skiptir máli

Ein af hverjum fjórum táningsstúlkum í Bandaríkjunum er með kynsjúkdóm samkvæmt CDC. Ég vil meina (já, og fleiri sem halda því fram) að sá þrýstingur á skólana að kenna aðeins skírlífi sé að miklu leiti um að kenna. Mikill fjöldi skóla í Bandaríkjunum, og sum ríki, hafa þá stefnu að kenna ekki kynfræðslu, aðeins er hvatt til skírlífis en ekkert rætt um leiðir til að koma í veg fyrir kynsjúkdóma eða óvelkomna þungun. Þetta gengur ekki, unglingar stunda kynlíf hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það er því mikilvægt að þau fái fræðslu um varnir gegn sjúkdómum, já og getnaði en mér finnst sjúkdómavörnin skipta meira máli. Eina fræðslan sem mörg þessara barna fá kemur úr fjölmiðlum og af misgóðum síðum á netinu. Einnig þarf að fræða táninga um kynhegðun, að það sé í lagi að bíða, hvernig sjúkdómar smitast og hvað er hægt að lækna og hvað ekki.

 

Hér á landi er ekki lögð áhersla á kynfræðslu í aðalnámskrá grunnskóla. Fræðslan er mjög misjöfn eftir skólum og jafnvel eftir kennurum innan sama skóla. Þetta þarf að bæta því miklar ranghugmyndir um kynlíf og kynsjúkdóma er á oft sveimi í þessum hóp. Mér finnst ekki síður mikilvægt að ræða kynhegðun við unglingana en kynsjúkdóma og varnir gegn þeim. Á meðan ekki er lögð áhersla á þetta og jafnvel þó bætt verður úr þá er mikilvægt að foreldrar fræði sín börn, taki ábyrgð á þessum hluta uppeldisins. Ef þeir ekki treysta sér til má leita til heilbrigðisstarfsfólks, sérstaklega til skólahjúkrunarfræðinga sem eru færir um að ræða við börnin.


mbl.is Kynsjúkdómar útbreiddir meðal táningsstúlkna í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband